Tilkynning

7 Jun

Íslandsmeistaramót í 100 km hlaupi verður haldið laugardaginn 11: júní n.k. Félag 100 km hlaupara stendur fyrir hlaupinu. Hlaupið hefst kl. 7:00 og lýkur því eigi síðar en kl. 20:00. Þátttakendur hafa að hámarki 13 klst. til að ljúka hlaupinu. Hlaupið hefst við „Kafarahúsið“ í Nauthólsvík og liggur leiðin út á Ægissíðu að snúningspunkti sem þar verður merktur. Hlaupararnir hlaupa síðan brautina þar til 100 km vegalengd verður náð. Frjálsíþróttasamband Íslands hefur samþykkt hlaupið sem íslandsmeistaramót í þessari grein ofurhlaupa og er það í fyrsta sinn sem hlaup af þessu tagi fær slíka formlega viðurkenningu hérlendis. Næring og drykkir verða við markið en drykkir á snúningspunkti. Aðstaða fyrir hlaupara og starfsfólk verður í Kafarahúsinu. Bolir og önnur mótsgögn verða afhent við startið fyrir ræsingu. Samhliða 100 km hlaupinu verður haldið maraþonhlaup þann 11. júní. Maraþonhlaupið hefst kl. 9:00. Þátttökugjald fyrir 100 km hlaup er kr. 10.000.- og fyrir maraþonhlaup kr. 5:000.-Þátttökugjald skal greitt eigi síðar en á mótsstað fyrir ræsingu.
Styrktaraðili hlaupsins er Maður lifandi. Einnig leggur Vífilfell til drykki.

Þetta er hin formlega tilkynning á miðlana.

Advertisements

2 Responses to “Tilkynning”

  1. palli June 7, 2011 at 11:43 pm #

    Sæll Gísli, verður þetta fimm kílómetra leið fram og til baka?

  2. Gísli June 8, 2011 at 5:53 am #

    Já, 20 sinnum 5 km lykkja

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: