Fundur í félagi 100 km hlaupara!!

27 Apr

Dagsetning: 12 maí, fimmtudag, kl. 20.00.
Staður: Stóri salurinn í íþróttamiðstöðinni í Laugardal (húsakynni FRÍ og ÍBR).
Dagskrá: Inntaka nýrra félaga, hlaupið 11. júní, og önnur mál.
Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Fá félög eru með jafn ströng inntökuskilyrði og þetta og því sómi að tilheyra því.
Komaso!

Advertisements

One Response to “Fundur í félagi 100 km hlaupara!!”

 1. Gunnar Á May 10, 2011 at 10:42 am #

  Sælt veri fólkið.
  Hef aðeins velt þessu fundarboði fyrir mér. Mér finnst eðlilegt að á félagsfundi séu það félagar í félaginu sem eru boðaðir. Á hinn bóginn er á dagskránni dagskrárliður sem fjallar um komandi 100 km hlaup. Í hlaupið eru nú skráðir um 20 keppendur og að mínu mati er betra að þeir séu fleiri en færri. Margir þeirra sem skráðir eru til leiks eru þarna að taka þátt í sínu fyrsta 100 km hlaupi og hafa því eðli málsins samkvæmt ekki enn staðist inntökuskilyrði í félagið. Vonandi tekst sem flestum það ætlunarverk. Amk sýnist mér flestir leggja töluvert á sig þessa dagana – hvort sem það er til að ljúka vegalengdinni eða komast í félagið, eða hvort tveggja. Að teknu tilliti til þess að á fundinum á að fjalla um hlaupið þann 11. júní nk. hefði ég haft áhuga á því að fá að sitja fundinn meðan sá dagskrárliður er til umfjöllunar og jafnvel hafa þar amk málfrelsi um þann dagskrárlið.

  Hér með er þessari skoðun minni komið á framfæri.

  Með góðri kveðju

  Gunnar Á

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: