Ágúst Guðmundsson

18 Apr


Ágúst Guðmundsson er til hægri á þessari mynd með Arnaldi Birgi Konráðssyni, félaga sínum í BootCamp. Þarna voru þeir að æfa fyrir þátttöku í margra daga eyðimerkurþoni sem var síðan blásið af vegna átaka á svæðinu.

Ágúst er eini keppandinn sem hefur beðið um XL bol. Þar með ætti frekari kynning að vera óþörf.

Ágúst er ekki þessi “klassíska” hlaupatýpa, eins og hann segir sjálfur, en það hefur síður en svo háð honum í þeim verkefnum sem hann hefur tekið sér fyrir hendur hingað til. Hann er talsmaður fjölbreyttrar þjálfunar, er að upplagi BootCamp-maður og þykir ákaflega hraustlegur utan um sig.

Þetta er annað 100 km hlaup Ágústs og hann stefnir á að bæta tímann sinn frá 2008, en aðalatriðið verður að eiga góðan dag í hópi kraftmikilla hlaupafélaga sem hafa lagt á sig mikla vinnu til að vera í sem bestu formi þann 11. júní nk.

“Draumaveður á hlaupadegi væri t.d. 12-15 stiga hiti, logn og léttur úði að hætti hússins ! ;-). ” Hlaupstjórn hefur fjallað um þessa beiðni Ágústs og stefnt er á að verða við henni.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: