Karl G Gíslason-Dísiltrukkurinn

16 Apr

Kalli hugsar alltaf stórt og hér kemur fyrsti kaflinn í sögu hans. Hann hefur lengi haldið úti vefsíðu sem er ekki eins virk og eigandinn. Þar eru myndir af kappanum. Kalli er líka á Fésbókinni.

“Sagan hefst í raun í Danmörku þar sem ég hafði ákveðið að skella mér í hjólatúr um Evrópu svona í kringum 5000 km. túr. Hann varð þó aldrei lengri en 3333 km að endingu. En afhverju skildi ég vera að þusa um einhverja hjólaferð, enn þannig var mál með vexti að ég var alltaf að leita að lausnum að létta hjólið mitt fyrir þessa miklu reisu. Eftir tveggja mánaða pælingar og miklar gramma mælingar var ég kominn með lista af hlutum sem ég ætlaði að skipta út á hjólinu mínu. Ég lagði á stað í bæinn og var staðráðinn í að klára þetta verk. Þegar ég var kominn í hjólaverslunina fór ég beint til afgreiðslumannsins sem ég var vanur að versla við, sýndi honum listann og ætlaðist til þess að hann týndi það til sem á honum stóð. En viti menn hann horfði á mig og sagði hvers vegna ætlar þú að kaupa þetta og ég sagði eins og var ég ætla að létta hjólið mitt fyrir langa ferð. Þá sagði hann ósköp rólega um leið og hann potaði í bumbuna á mér, þegar þú ert búinn að létta þig um nokkur kíló komdu þá aftur og ég skal selja þér þetta. Það voru góð ráð dýr ég var búinn að berjast við nokkur aukakíló en ekkert gekk.

Hefst nú hlaupasagan: Ég fór sneyptur heim og hugsaði og hugsaði, skyndilega varð mér það ljóst að ég yrði að fara út að hlaupa til að bæta við hreyfinguna. Ég mældi nokkra hringi í hverfinu, einn sem var tveir km., annan sem var um þrír km. og þann þriðja sem var alveg svakalega langur næstum fimm km. Ég vissi ekkert um hlaup og setti mér alskonar tímamörk í hlaupunum t.d. að hlaupa þrjá km. á tíu mínútum sem ég að sjálfsögðu náði ekki þó var besti tíminn minn um ellefu mínútur. Ég loksins fór að léttast og að sjálfsögðu mætti ég ekki aftur í búðina til að kaupa þessa rándýru léttu hluti sem ég var búinn að finna.

Hjólaferðinn var farinn og gekk hún vel fyrir sig en það er efni í heilabók. Ég flutti heim aftur og hélt áfram að hjóla eins og það væri enginn morgundagurinn. Einhvern tíma sem ég get ekki staðsett í tíma fékk ég líka þessa góðu hugmynd ég ætla í Ironman.

Ég byrjaði að æfa á fullu, hjóla 40 til 50 km. á dag að lágmarki, hlaupa 7,5 km. og synda 1-2 km. Ég átti ekki bíl á þessum tíma þannig að kílómetrarnir voru fljótir að teljast inn. Þetta gerði ég í tvo mánuði án þess að taka mér hvíldardag. Svo gerðist það óhjákvæmilega álagið varð of mikið, ég kominn með öll einkenni ofþreytu og lagðist í þunglyndi. Neyddist til að hjóla áfram en sleppti hinu. Þannig mókti ég heilan vetur. Með hækkandi sól efldist andinn og trukkurinn tók við sér fór að taka þátt í hlaupum sem að endingu leiddi mig inní Grafarvogshópinn hjá Erlu Gunnarsdóttir. Ég fékk gott uppeldi þar hjá góðum fólki og náði fljótt nokkrum tökum á hlaupunum. Síðan varð það einn daginn sem ég ákvað að hætta í Grafarvogshópnum og byrja í Vesturbæjarhópnum.

Fyrsti dagurinn í Vesturbæjarhópnum var mjög undarlegur. Ég mætti á réttum tíma og beið í andyrinu á lauginni og var greinilega fyrstur. Síðan mættu einhverjir hlaupalegir menn á staðinn og ég spurði eruð þið í hlaupahópnum. Þeir svöruðu því til að það væru þeir, síðan var ég ekki virtur viðlits. Nákvæmlega klukkan 18:30 var farið að stað. Ég hljóp að sjálfsögðu með og ekki enn voru menn að eyða orðum í mig. Ég reyndi að halda í við þá en það var eins og þeir væru að reyna að stinga mig af. Það var farið eins og leið lá inní Öskjuhlíðarskóg þar sem þeir stungu mig af. Ég fann þá aftur þar sem þeir voru á leiðinni til baka inní laug. Þannig gekk þetta í nokkur skipti þar til að þeir sáu að ég var ekki að gefast upp. Þetta var haustið 1997 og ég mættur í mitt fyrsta maraþon 28. mars 1998. Það var ekkert verið að draga neitt úr þessu og ég endaði að tímanum 3:46:54 í fyrsta þoninu. Síðan eru þau orðin í heildina 37 maraþon 6 sinnum Laugaveginn, nokkur hálfmaraþon og allar vegalendir sem í boði voru.

Besti tími í maraþoni 3:22:30 í Kaupmannahöfn, besti tími á Laugaveginum 6:07:54 og einu sinni hundrað km. á 11:35:34. Sagan mín er öll á netinu þannig að ef þið viljið athuga hana þá er ekkert mál að nálgast hana þar. Frh. Síðar.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: