Máni Atlason

15 Apr

Máni skrifaði aðalritaranum svo kjarnyrta kynningu að við hana er litlu að bæta:

“Ég er að ljúka laganámi nú í vor við Háskólann í Reykjavík og hef æft BootCamp um nokkurra ára skeið og stundað langhlaup samhliða því. Ég á að baki maraþonhlaup, tvö Laugavegshlaup og auk þess tók ég þátt í því ásamt öðrum BootCamp-liðum sem eru skráðir til leiks í hlaupið í sumar að setja heimsmet í Latabæjarhlaupi í vetur þegar hlaupnir voru 22 Latabæjarhringir í röð og verður það met ekki slegið í bráð.

Ég er með pottþétt plan fyrir langa hlaupið í sumar sem ég er ætla að deila með fólki í trausti þess að enginn steli hugmyndinni frá mér. Planið er að hlaupa fyrst 20 km, hlaupa svo aðra 20 og hlaupa 20 km strax eftir það. Hlaupa svo bara 15 km (sem er styttra en 20 km svo það verður ekkert mál), hlaupa svo aftur 15 km og þá eru bara 10 eftir og það er nú helmingi minna en 20 km svo það verður varla neitt mjög erfitt. Ef síðustu 10 km verða mjög erfiðir gæti verið að ég sleppi því að hlaupa þá og hlaupi bara tvisvar sinnum 5 km í staðinn, af því það er auðveldara að hlaupa 5 km en að hlaupa 10 km. Og ef þetta verður mjög mikið basl þá treysti ég á góðan stuðning BootCamp félaga minna þar sem Blöndalinn, Golíat, Pretty Boy, Skriðjökullinn og Kölski verða öll á staðnum. Við stöndum saman í þessu og þá verður þetta ekkert mál.”

Máni er á Fésbók.

Advertisements

One Response to “Máni Atlason”

  1. Gunnar Á April 15, 2011 at 5:14 pm #

    Þetta er langflottasta planið sem ég hef séð ennþá!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: