Starri Heiðmarsson

14 Apr

er rúmlega fertugur fléttufræðingur og hóf hlaup á námsárum í Svíþjóð. Fyrsta maraþonið hljóp hann 1999 og hefur alls hlaupið 8 maraþon auk ýmissa styttri hlaupa. Hann þótti liðtækur smali í æsku og hljóp uppi kindur sér til skemmtunar. Starri býr við Eyjafjörð en á ættir að rekja til Austur-Húnavatnssýslu og er að mestu alinn upp í Skagafirði. Í fjölskyldu hans eru þekkt hlaupagen og hefur ÍE sýnt áhuga á að rannsaka hana.

Starri er liðtækur harmonikuleikari eins og þessi mynd sýnir en hefur væntanlega ekki tíma til að grípa í nikkuna á drykkjarstöðvum. Eftir hlaup er tilvalið að biðja um óskalög, eins og Hreðavatnsvalsinn, fyrir þá sem eru að teygja eftir erfiðið.

Leave a comment