Archive | January, 2011

Höskuldur í Finnlandi

29 Jan

Frést hefur af félaga Höskuldi Kristvinssyni í Finnlandi þar sem hann tekur þátt í sólarhringshlaupi, 24 stundir. Félagi Ágúst Kvaran fylgist með og hefur sett inn stöðuna á síðu sína.

Advertisements

100 km hlaup 2011-Staðan

15 Jan

Íslandsmeistaramót í 100 km hlaupi fer fram í Fossvogi laugardaginn 11. júní, 2011 og hefst klukkan 07.00 að morgni og lýkur eigi síðar en 20.00 sama dag. Hámarkstími til hlaupsins eru 13 stundir. Stefnt er að því að hlaupa á 5 km hring með einni drykkjarstöð. Einnig verður boðið upp á maraþonhlaup við sama tækifæri. Lágmarksfjöldi til að hlaupið verði haldið eru 5 keppendur í 100 km. Hlauphaldarar áskilja sér rétt til að endurskoða framkvæmd hlaupsins ef færri en 5 keppendur mæta til leiks.

Nú er staðan sú að 21keppandi er skráður og ljóst að hlaupið fer fram. Allir sem eru volgir eru hvattir til að gera upp hug sinn. Þetta er fágætt tækifæri sem býðst ekki næst fyrr en 2013.

Þessir eru skráðir:
Gunnar Ármannsson Skokkhópur Garðabæjar

Árelíus Þórðarson Skokkhópur Garðabæjar
Máni Atlason, Bootcamp
Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, Grindavík,
Arnar Freyr Magnússon, BootCamp.
Elín Reed, Reykjavík.
Karl Gísli Gíslason “Dísiltrukkurinn”, Garðabæ
Sæbjörg Logadóttir, Vestmannaeyjum (Hljóp 100 km á bretti í fyrra!)
Birgir Skúlason, Bootcamp. (2 maraþon og 2 Laugavegir)
Trausti Valdimarsson, Laugaskokk og Ægir þríþraut.
Björn Ragnarsson, Hafnarfirði.
Starri Heiðmarsson, UMSE
Davíð Blöndal Þorgeirsson, BootCamp.
Guðrún Ólafsdóttir, BootCamp.
Þórir Sigurhansson, Súðavík.
Ágúst Guðmundsson, BootCamp.
Höskuldur Kristvinsson, Reykjavík.
Jón Páll Pálsson, Skagahjól
Anton Magnússon, Skokkhópur Hauka.
Jóhann Gylfason, ÍR
Jóhann Friðrik Haraldsson
Sigurjón Sigurbjörnsson, Íslandsmethafi í 100 km

Nánari kynning verður á keppendum von bráðar.