Fundargerð 9. janúar

13 Jan

Reykjavík, 13.01.10

Fundur í félagi 100 km hlaupara á Íslandi, 09.01.10, á Lækjarhjalla 40, 200 Kópavogi, kl. 16:00
(sjá einnig http://www3.hi.is/~agust/hlaup/100km/f100km090110/f100km090110.htm )

Fundargerð / Minnispunktar

Dagskrá

1) Inntaka nýrra félaga,
2) Framtíðarskipan 100 km keppnishlaups á vegum félagsins,
3) Skipun stjórnar félagsins,
4) “Viðurkenning” ofurmaraþonhlaupa og “utanumhald”,
5) Annað

Mættir voru: Sigurður Gunnsteinsson, Ágúst Kvaran, Guðmundur Magni Þorsteinsson, Svanur Bragason, Gísli Ásgeirsson, Karl Gíslason, Ágúst Guðmundsson, Ingólfur Sveinsson, Bryndís Baldursdóttir, Ásgeir Elíasson, Gunnlaugur Júlíusson, Ólöf Þorsteinsdóttir, Jón Sigurðsson, Sigþór Ágústsson, Karl Rúnar Martinsson, Sigurjón Sigurbjörnsson, Höskuldur Kristvinsson.

1) Inntaka nýrra félaga: Fjórir nýir félagar voru teknir inn í félagið með athöfn:
· Jón Sigurðsson (félagsmaður nr. 19),
· Sigþór Ágústsson (nr. 20),
· Sigurjón Sigurbjörnsson (nr. 27) og
· Karl Rúnar Martinsson (nr. 28).

2) Framtíðarskipan 100 km keppnishlaups á vegum félagsins:
Allnokkrar umræður urðu um skipan 100 km hlaups á vegum félagsins með áherslu á ráðstöfun næsta hlaups. Meðal þess sem fram kom var,

i) – að leggja þyrfti áherslu á að kynna hlaupið á erlendum vettvangi,
ii) – rætt var um að hafa samráð við aðra aðila í svipuðum bransa, t.d. aðstandendur Laugavegshlaupsins og Ferðaskrifstofuaðila,
iii) – að setja skilyrði um lágmarksþátttökufjölda (7 – 10 þátttakendur),
iv) – að koma á góðri vefsíðukynningu, bæði á íslensku og ensku,
v) – að setja strangari tímamörk varðandi lúkningu hlaups, svo sem, 13 klst hámarkstíma og 6 klst tímamörk fyrir lúkningu 50 fyrstu km,
vi) – almenn ánægja var með þá braut sem notuð hefur verið (2008 og 2009), þ.e. 10 x 10 km hringir / lykkjur út frá Elliðaárdalnum,
vii) – að Hlaupið skyldi auglýst sem Íslandsmeistaramót í 100 km hlaupi,
viii) – að tilgreina þyrfti aldurstakmörk (lágmarksaldur þátttakenda 18 ár),
ix) – samþykkt var að næsta 100 km keppnishlaup á vegum félagsins yrði 4. júní, 2011 en að tíminn fram að því yrði nýttur vel í undirbúning og kynningar.

3) Skipun stjórnar félagsins.
Að tillögu forseta félagsins (Á.K.) var skipuð stjórn félagsins:
Gísli Ásgeirsson (forseti), Guðmundur Magni Þorsteinsson og Gunnlaugur Júlíusson (meðstjórnendur). G.Á. kallar stjórnina saman . Stjórnin skiptir með sér verkum. Tímamörk stjórnartíðar voru ekki tilgreind.

4) “Viðurkenning” ofurmaraþonhlaupa og “utanumhald”.
Fjallað var um takmarkaða viðurkenningu aðila á borð við Frjálsíþróttasambands Íslands og fjölmiðla á ofurmaraþonhlaupum hérlendis og hvernig auka mætti viðurkenningu og vægi umfjöllunar á ofurhlaupum. Ísland virðist hafa nokkra sérstöðu hvað þetta varðar. M.a. var lagt til að félagið beytti sér fyrir, í samráði við uppstillingarnefnd FRÍ, að sett yrði niður ofurhlaupanefnd innan FRÍ sem sæi um ákveðin verk er varða ofurhlaup (> 42,2 km), svo sem
“utanumhald” um afrekaskrá, samningu reglna fyrir meistaramót hér innanlands í ofurhlaupum, ákvörðun um þátttöku í Evrópumeistaramótum og heimsmeistaramótum, tengsl við IAU og svo framvegis.

5) Annað

· Félagsgjöld og Fjármál: Rætt var hvort ekki væri rétt að tekin yrðu upp félagsgjöld. Almennt virtust menn jákvæðir fyrir því. Hugmynd um ca 3000 kr, árgjald kom fram. Eign félagsins um síðustu áramót (2009/2010) var um
58 000 kr.
Fundi lauk um kl. 18:30
Ágúst Kvaran

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: