100 Km hlaup 7. júní, 2014

30 Oct

Formleg tilkynning:

100 KM 2014 fer fram laugardaginn 7. júní, 2014 ef lágmarksþátttaka fæst, eða 10 keppendur. Þátttökugjald er 10.000 krónur. Verði hagnaður, rennur hann til að styrkja sigurvegara til keppni erlendis. Skilyrði er að keppandi sé orðinn 18 ára á keppnisdegi og hafi lokið 1 maraþonhlaupi. Tímamörk við 50K verða 6 tímar og heildarmörk eru 13 tímar. Skráningarfrestur er til 1. apríl. Sendið skráningar til ritara gisli40@gmail.com. Nánar síðar! Förum að æfa.

A 100 Km run will be held in Iceland, June 7th, 2014. Registration is by email to Gisli Asgeirsson before April 1st, 2014. Registration fee is ISK 10.000. Runners must be at least 18 years old and have finished at least one full marathon. Time limits are 6 hours for 50 K and 13 hours for 100 K. Course is a 5 km loop on asphalt, rather flat and open. 2 refreshment stations with drinks, bananas, fruits, etc.
Write to gisli40@gmail.com for further info. Start training!

Advertisements

NOW fæðubótarefni

7 Jun

100 km hlaup er mikið og tímafrekt verkefni og vel verður að huga að næringu keppenda. Því þótti stjórn 100 km félagsins mikill fengur að samstarfinu við NOW fæðubótarefni, sem hefur komið myndarlega til leiks. Keppendur hafa fengið vörur frá fyrirtækinu, haldnir hafa verið kynningarfundir og meðan á hlaupinu stendur býður það upp á kolvetna-og prótíndrykki, sem og orkubita. Þeir sem prófað hafa vörurnar, mæla eindregið með þeim fyrir átök og meðan á átökum stendur. Í hópi þeirra eru bæði langhundar og sprettmenn. Reynslan sýnir að næringin skiptir mestu máli fyrir árangur í svona langri keppni og þá er mikilvægt að fá kolvetni og prótín í réttum hlutföllum. Þar eiga vörurnar frá NOW að skila öllum í mark.


Heimasíða NOW er full af fróðleik og reynslusögum.

Endugreiðsla og birting uppgjörs

23 Jun

Áðan var sent bréf til keppenda í 100 km hlaupinu þess efnis að þar sem áletrun vantaði á bolina, ætlar stjórnin að endurgreiða 1500 krónur af þátttökugjaldinu. Aðeins þarf að senda ritara bréf með reikningsupplýsingum og kennitölu.
Einnig var samþykkt að birta uppgjör hlaupsins á heimasíðunni (þ.e. hérna) svo allir sjái í hvað féð fór. Þegar búið er að greiða fyrir húsið, klukkuna, banana, sendibíl, verðlaun og fleira, ásamt endurgreiðslunni, verður kannski eitthvað smáræði eftir og það er þá veganesti fyrir næsta hlaup og hugsanlega fyrir smáútgjöldum. Þegar þátttökugjaldið var ákveðið, var hugsunin sú að hlaupið kæmi fyrst og fremst út á sléttu, en að alltaf rynnu tekjur aftur til hlaupara í einnni eða annarri mynd. Ekki stendur til hjá stjórn félagsins að safna í sjóði, heldur taka hvert hlaup fyrir sig og gera það svo upp.

100 km í máli og myndum

22 Jun

Hlaupið okkar fær umfjöllun á norsku síðunni kondis.no, sem er ákaflega góð síða fyrir hlaupara og íþróttafólk almennt. Við getum verið stolt af okkar hlaupi, árangri okkar fólks, sem á erindi á alþjóðamót í ofurhlaupum og eigum að setja markið hátt. Annað er varla hægt.

Myndir frá hlaupinu eru annars komnar á fésbókarsíðu herra Forsetans, eins og sjá má. Þeir langhundar sem eru ekki tengdir Forsetanum á fésbók, ættu að drífa í því. Þetta eru fínar myndir.

Eftir hlaup

12 Jun

Við tókum til og þrifum og skiluðum okkur heim upp úr átta. Að baki var 16 stunda vinna við lengstu keppni ársins. Öllum þeim sem lögðu hönd á plóg og stóðu lengi við eru færðar þakkir. Kristján og Svanur voru lengst allra á snúningnum, Jói Kristjáns kom með tjaldið og var eins og þeytispjald að færa og redda eins og ævinlega og eru þá ekki allir taldir. Án starfsfólks er ekki keppni.

Nokkrir óskilamunir eru í jeppa ritara. Eyrnatól og sennilega dvergsmár MPG spilari, einn skór, peysa og fleira. Þeir vitja sem eiga.

Fyrir áhugafólk um góðan árangur er þessi listi merkilegur. Félagi Sigurjón skorar hátt á honum.

Heiðursforseti vor, Ágúst Kvaran, hefur tekið saman tölfræði og myndir. 11 nýir félagar bættust við í gær.

Sæbjörg sigurvegari!!

11 Jun

Sæbjörg Logadóttir frá Vestmannaeyjum er Íslandsmeistari kvenna í 100 km hlaupi á tímanum 9.12.46 sem er bæting á fyrra meti um 1 klst og 23 mínútur.
Elín Reed er önnur á 9.44.56 sem er einnig undir gamla metinu.

Úrslitasíðan

Sigurjón sigurvegari!

11 Jun

7.59.01.
Besti heimstími í aldursflokki á þessu ári. 55 ára.
Sigurjón fékk sér kaffi og meðþví og fór svo í sjóinn til að kæla sig. Hann var stálhress eftir þetta og byrjaður að rífast um pólitík eftir 3 mínútur.

Gunnar Ármannsson er annar. 8.52.
Jóhann Gylfason þriðji. 8.56

Björn Ragnarsson er fjórði á 9.59.00
Anton Magnússon 10.26.00
Starri 10.30.45
Pétur Helgason 10.40.32
Arnar Freyr 11.20.31
Höskuldur 11.26.36

Úrslitasíðan!

Hálfþrjú

11 Jun

Sigurjón á 10 km eftir og honum er spáð inn á 7.58.30. Það yrði besti heimstíminn í þessum aldursflokki á árinu.
Sæbjörg hefur 13 mínútna forystu á Elínu. Aðrir halda sínu striki en farið er að draga af sumum. Nú væri gott að fá stuðning á lokasprettinum.